Sögur sem stinga mann beint í hjartað

ÍÞRÓTTIR  | 2. september | 18:00 
„Þetta eru erfiðar umræður og það er mikilvægt að geta sett sig í spor annarra á þessum tímum,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og fyrrverandi landsliðskona í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þetta eru erfiðar umræður og það er mikilvægt að geta sett sig í spor annarra á þessum tímum,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og fyrrverandi landsliðskona í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Samfélagsmiðlar hafa nötrað undanfarna daga vegna meintra ofbeldis- og kynferðisbrotamála innan íþróttahreyfingarinnar og þá sér í lagi Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ.

Eygló, sem lagði sundhettuna á hilluna á síðasta ári, er í meistaranámi í klínískri sálfræði en hún var kjörin íþróttamaður ársins árið 2015 og er á meðal bestu sundkvenna sem Ísland hefur átt.

„Ég lenti sem betur fer aldrei í neinu á mínum ferli og ég til mig hafa verið mjög heppna sem er mjög sorglegt að segja,“ sagði Eygló.

„Maður á að geta verið öruggur, sama hvert maður fer, en maður hefur heyrt ofboðslega mikið af sögum og atvikum sem stinga mann beint í hjartað,“ sagði Eygló meðal annars.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir