Stóðu allir upp og öskruðu

ÍÞRÓTTIR  | 3. september | 16:04 
„Ég hefði ekki viljað fara beint á Ólympíuleikana og það var gott að vera búin að fara á heimsmeistaramót fyrir leikana,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins

„Ég hefði ekki viljað fara beint á Ólympíuleikana og það var gott að vera búin að fara á heimsmeistaramót fyrir leikana,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Eygló fór á sína fyrstu Ólympíuleika árið 2012 í London, þá 17 ára gömul, en hún lagði sundhettuna á hilluna í júní á síðasta ári.

Hún er á meðal bestu sundkvenna sem Ísland hefur átt en hún er fyrsta íslenska konan til þess að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug.

„Ég náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana heima á Íslandi,“ sagði Eygló.

„Ég var alveg með þetta fyrir sundið en á sama tíma virkilega stressuð því ég ætlaði mér svo mikið.

Ég man ekki mikið eftir augnablikinu en ég man bara að það stóðu allir upp, sama frá hvaða liði þeir voru, og öskruðu,“ sagði Eygló.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir