Biden skyldar ríkisstarfsmenn í bólusetningu

ERLENT  | 10. september | 10:38 
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst beita valdi sínu og sjá til þess að tveir þriðju hlutar bandarísks vinnuafls verði bólusettir gegn kórónuveirunni.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst beita valdi sínu og sjá til þess að tveir þriðju hlutar bandarísks vinnuafls verði bólusettir gegn kórónuveirunni. Þetta segir á vef The New York Times.

Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem Biden hefur gripið til til að stemma stigu við útbreiðslu heimsfaraldursins síðan hann tók við forsetaembættinu í janúar. Yfir 80 milljónir Bandaríkjamanna sem hefðu getað fengið bólusetningu hafa enn ekki þegið hana en aðeins 53% bandaríkjamanna eru bólusettir.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/05/bolusettir_mega_bratt_ferdast_til_bandarikjanna/

Undir aðgerðirnar falla starfsmenn einkageirans, heilbrigðisstarfsmenn og meirihluti ríkisstarfsmanna.

 

Þannig munu heilbrigðisstarfsmenn sem starfa hjá stofnunum sem taka við greiðslum frá Medicare og Medicaid verða að gangast undir bólusetningu. Auk þess munu fyrirtæki sem hafa fleiri en 100 starfsmenn verða að krefjast þess af starfsmönnum sínum að þeir séu bólusettir annars verða þeir að fara í skimun gegn veirunni vikulega.

„Við ætlum að vernda bólusetta starfsmenn fyrir óbólusettum samstarfsfélögum,“ sagði Biden.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/27/kina_leynir_upplysingum_um_uppruna_veirunnar/

Þættir