Nýliðinn gulltryggði sigurinn (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 11. september | 19:10 
Wolves vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni er liðið heimsótti nýliða Watford heim og vann 2:0.

Wolves vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni er liðið heimsótti nýliða Watford heim og vann 2:0.

Fyrra markið skoraði Francisco Sierralta, en því miður fyrir varnarmanninn skoraði hann í eigið mark og kom Wolves yfir. Hee-Chan Hwang gulltryggði 2:0-sigur Wolves með marki á 83. mínútu í sínum fyrsta leik með liðinu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir