Liverpool hefði getað skorað miklu fleiri (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 12. september | 20:17 
Bjarni Þór Viðarsson, Tómas Þór Þórðarson og Gylfi Einarsson ræddu um Liverpool í Vellinum á Símanum sport í dag.

Bjarni Þór Viðarsson, Tómas Þór Þórðarson og Gylfi Einarsson ræddu um Liverpool í Vellinum á Símanum sport í dag.

Liverpool vann sannfærandi 3:0-útisigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var síst of stór því Liverpool leit virkilega vel út í leiknum og skapaði sér fullt af færum.

Sadio Mané var sérstaklega áberandi en hann átti tíu markskot í leiknum. Honum tókst loks að skora undir lokin. 

Umræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir