Mörkin: Jóhann Berg lagði upp mark

ÍÞRÓTTIR  | 13. september | 23:11 
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Burnley þegar liðið tapaði 3:1 fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Burnley þegar liðið tapaði 3:1 fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Burnley komst yfir á 54. mínútu þegar Ben Mee skallaði fyrirgjöf Jóhanns í netið. 

Michael Keane jafnaði á 60. mínútu og leikmenn Everton létu kné fylgja kviði. Andros Townsend skoraði á 65. mínútu og Demarai Gray á 67. mínútu. 

Mark Townsend var glæsilegt. Þrumuskot af löngu færi en mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Leikur Everton og Burnley var í beinni útsendingu hjá Símanum Sport. 

Þættir