Allsherjarrýming við gosstöðvarnar

INNLENT  | 15. september | 11:17 
Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið allsherjarrýmingu við gosstöðvarnar eftir að mikið hraun fór að streyma á ný niður í Nátthaga, en þar fara flestir ferðamenn um sem koma til að skoða gosið. Hafa björgunarsveitir verið kallaðar út vegna þessa.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið allsherjarrýmingu við gosstöðvarnar eftir að mikið hraun fór að streyma á ný niður í Nátthaga, en þar fara flestir ferðamenn um sem koma til að skoða gosið. Hafa björgunarsveitir verið kallaðar út vegna þessa.

 

Sigurður Bergmann, vettvangsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir við mbl.is að heljarinnar hraun hafi farið að renna á ný niður í Nátthaga. „Þar er aðal fjöldinn“ segir hann um fólk á svæðinu og bendir á að færri hafi farið undanfarið um Langahrygg.

Spurður hversu margir séu á svæðinu segir hann að það sé talsverður fjöldi.

Uppfært: Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Lokað hefur verið fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis.  Er það gert af öryggisástæðum.  Viðbragðsaðilar þurfa nú svigrúm til að meta að nýju aðstæður.“

Sjá má vefmyndavél mbl.is í Nátthaga hér.

Þættir