Segja bandalagið ábyrgðarlaust

ERLENT  | 16. september | 14:31 
Yfirvöld í Kína segja bandalag Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Ástr­al­íu (Aukus) til að styrkja flota­getu sína á Ind­lands­hafi og Kyrra­hafi vera „ákaflega ábyrgðarlaust“ og „þröngsýnt“.

Yfirvöld í Kína segja bandalag Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Ástr­al­íu (Aukus) til að styrkja flota­getu sína á Ind­lands­hafi og Kyrra­hafi vera „ákaflega ábyrgðarlaust“ og „þröngsýnt“.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/09/15/gera_med_ser_bandalag_gegn_kina/

Leiðtogar ríkjanna kynntu bandalagið í gær en það felur meðal ann­ars í sér að Ástr­alir fá kjarn­orku­knúna kaf­báta, en stjórn­mála­skýrend­ur segja banda­lag­inu beint gegn upp­gangi Kín­verja.

 

BBC hefur eftir Zaho Lijian, talsmanni utanríkisráðuneytis Kína, að bandalagið „skaði talsvert þann frið sem hefur skapast á svæðinu [...] og yki vígbúnaðarkapphlaup.“

Hann gagnrýndi það sem hann telur vera „úrelt hugarfar kalda stríðsins“ og varaði ríkin þrjú við því að þau væru að „skaða eigin hagsmuni“.

Ritstjórnir kínverskra ríkisfjölmiðla hafa fordæmt bandalagið. Í Global Times segir að Ástralía hafi nú gerst andstæðingur Kína. 

Stjórnmálaskýrendur segja bandalagið vera þýðingarmesta öryggissáttmála á milli þriggja þjóða síðan á tímum síðari heimstyrjaldarinnar.

Þættir