„Markmiðið var að láta ríkisstjórnina líta illa út“

INNLENT  | 16. september | 14:07 
„Á næstsíðasta þing þessa kjörtímabils, var lögð upp sú taktík í stjórnarandstöðunni, sem píratar tóku ekki þátt, að sjá til þess að ríkisstjórnin næði í gegn sem fæstum málum. Þau sem ákváðu að gera þetta, var alveg sama þó þau væru að koma í veg fyrir góð mál. Markmiðið var að láta ríkisstjórnina líta illa út,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í nýju kosningamyndbandi flokksins.

„Á næstsíðasta þing þessa kjörtímabils, var lögð upp sú taktík í stjórnarandstöðunni, sem píratar tóku ekki þátt, að sjá til þess að ríkisstjórnin næði í gegn sem fæstum málum.

Þau sem ákváðu að gera þetta, var alveg sama þó þau væru að koma í veg fyrir góð mál. Markmiðið var að láta ríkisstjórnina líta illa út,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í nýju kosningamyndbandi flokksins. 

Í samtali við mbl.is, þar sem hann er beðinn um að útskýra málið, segir Björn Leví að ekkert hafi orðið af taktíkinni. 

Dæmi um mál sem lögð voru fram af ríkisstjórn á næstsíðasta þingi þessa kjörtímabils eru:

 • lög um hlutdeildarlán,
 • lög um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins,
 • ferðagjöfin,
 • hlutabótaleiðin,
 • aðgerðir gegn kennitöluflakki,
 • matvælasjóður,
 • stofnun opinbers hlutafélags fyrir uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu,
 • stofnun Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs,
 • skipt búseta barns,
 • félagslegur viðbótastuðningur við aldraða,
 • greiðslur launa í sóttkví, lenging fæðingaorlofs,
 • Menntasjóður námsmanna

ásamt fjölmörgum fleirum málum sem ætlað var að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs Covid-19.

 

 

Þættir