Varnarmálaráðherra biðst afsökunar á drónaárás

ERLENT  | 17. september | 22:58 
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á drónaárás sem Bandaríkjamenn gerðu í Kabúl í Afganistan 29. ágúst. Tíu almennir borgarar létust í árásinni.

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á drónaárás sem Bandaríkjamenn gerðu í Kabúl í Afganistan 29. ágúst. Tíu almennir borgarar létust í árásinni.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/31/flugskeytid_lenti_a_bil_fullum_af_bornum/

„Ég votta fjölskyldu fórnarlambanna mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Austin í yfirlýsingu. 

„Við biðjumst velvirðingar og munum læra af þessum hræðilegu mistökum.“

Fórnarlömb árásarinnar voru fjölskylda og einstaklingur sem starfaði við mannúðaraðstoð, yngsta fórnarlamb árásarinnar var tveggja ára. 

 

Þættir