Fyrsta markið var glæsilegt (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 18. september | 19:44 
Matty Cash skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa í 3:0-sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Matty Cash skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa í 3:0-sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Cash kom Villa í 1:0 á 66. mínútu með virkilega góðri afgreiðslu og við það hrundi leikur Everton. Aston Villa gekk á lagið með tveimur mörkum til viðbótar. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir