Eiður: Skrítið að vera hissa á að Arsenal vinni tvo í röð

ÍÞRÓTTIR  | 19. september | 23:13 
Í Vellinum á Símanum Sport var rætt um góða frammistöðu Arsenal í 1:0 útisigri liðsins gegn Burnley í gær.

Í Vellinum á Símanum Sport var rætt um góða frammistöðu Arsenal í 1:0 útisigri liðsins gegn Burnley í gær.

Tímabilið hófst bölvanlega hjá Skyttunum en eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum án þess að ná að skora mark hafa fylgt tveir 1:0 sigrar í röð, gegn nýliðum Norwich um síðustu helgi og nú gegn Burnley.

„Það er rosalega skrítið þegar við erum bara hissa á því þegar Arsenal vinnur tvo leiki í röð. Þá sjáum við líka í hvaða stöðu þeir voru komnir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen meðal annars í Vellinum í dag.

Umræður hans, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Tómasar Þórs Þórðarsonar í þættinum má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir