Útlit fyrir marga flokka og veikt umboð

INNLENT  | 22. september | 12:25 
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir ekki sjálfsagt að hún muni leiða næstu ríkisstjórn að loknum kosningum. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur almennt komið vel út í könnunum hefur enginn forsætisráðherra í lýðveldissögunni haft jafn lítið fylgi á bak við sig.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir ekki sjálfsagt að hún muni leiða næstu ríkisstjórn að loknum kosningum. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur almennt komið vel út í könnunum hefur enginn forsætisráðherra í lýðveldissögunni haft jafn lítið fylgi á bak við sig. 

Katrín bendir á að stjórnmál hafi breyst mjög síðastliðin 10 ár eða svo. „Það er ekki lengur kerfi fjórflokksins. Það eru komnir miklu fleiri flokkar á svið og allar líkur til að það verði níu flokkar á Alþingi að loknum þessum kosningum. Sem segir mér að lögmálin sem giltu hér fyrir hrun gilda kannski ekki alveg um stjórnmálin eins og þau eru núna,“ segir Katrín.

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/22/kappraeduthattur_1_margt_ber_i_milli_thratt_fyrir_a/

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/22/kappraeduthattur_2_thurfa_allir_ad_gera_malamidlun/

Hún var gestur í Dagmálum þar sem forsvarsmenn stjórnmálaflokka ræddu stöðuna fyrir komandi þingkosningar. Fóru umræðurnar fram í höfuðstöðvum Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík. 

Katrín segir fylgi Vinstri grænna á kjörtímabilinu hafa verið á bilinu 10 til 14 prósent. Spurð hvort þjóðin megi búast við því að forsætisráðherra hafi fylgi einungis 10 til 15 prósent kjósenda svarar hún: „Ég get náttúrulega ekkert sagt til um það.“

Umræðuþáttur Dagmála við forsvarsmenn stjórnmálaflokka er í tveimur hlutum hér á mbl.is og má nálgast viðtalið við Katrínu í heild sinni í seinni hluta þáttarins.

mbl

Þættir