Johnson: Froskurinn Kermit hafði rangt fyrir sér

ERLENT  | 23. september | 7:33 
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að COP26 lofts­lags­ráðstefnan í nóv­em­ber væri síðasta tækifæri mannkyns til þess að ákveða að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að COP26 lofts­lags­ráðstefnan í nóv­em­ber væri síðasta tækifæri mannkyns til þess að ákveða að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Í litríkri ræðu frammi fyrir Sameinuðu þjóðunum hvatti Johnson mannkynið til þess að koma ekki fram við jörðina eins og „ódauðlegt leikfang“. Þá varaði hann við óafturkræfum skaða sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. 

„Við höfum í raun og veru gert þessa fallegu jörð óbyggilega. Ekki bara fyrir okkur heldur einnig fyrir margar aðrar lífverur,“ sagði Johnson. 

„Og það er þess vegna sem COP26 ráðstefnan boðar þáttaskil fyrir mannkynið.“

Frétt af mbl.is

Ekkert að óttast

Þá sagði Johnson að fólk þurfi ekki að óttast „græna byltingu“.

„Þegar froskurinn Kermit söng „það er ekki auðvelt að vera grænn“ þá hafði hann rangt fyrir sér. Ég vil að þið vitið það. Svo var hann líka óþarflega dónalegur við fröken Svínku,“ sagði Johnson og vísaði þar til þáttanna Prúðuleikaranna.

Þættir