Fyrir neðan virðingu kennara að starfa í ísbúð

INNLENT  | 23. september | 15:35 
„Við lögðum til breytingatillögu við þessa viðeigandi löggjöf um það á síðastliðnu þingi, með það að markmiði að það væri mjög skýrt í lögunum að þú gætir hafnað vinnu sem hentar þér ekki vegna þess að þú ert kannski allt og menntaður fyrir starfið. Við förum ekki að senda kennara til að afgreiða í ísbúð, bara til að senda hann í einhverja vinnu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, um áherslur Pírata í atvinnumálum.

„Við lögðum til breytingatillögu við þessa viðeigandi löggjöf um það á síðastliðnu þingi, með það að markmiði að það væri mjög skýrt í lögunum að þú gætir hafnað vinnu sem hentar þér ekki vegna þess að þú ert kannski allt og menntaður fyrir starfið. Við förum ekki að senda kennara til að afgreiða í ísbúð, bara til að senda hann í einhverja vinnu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, um áherslur Pírata í atvinnumálum. 

Þórhildur kom fyrir hönd Pírata í síðari pallborðsumræður formannanna í Dagmálum, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, Ingu Sæland og Sigmundi Davíð. 

Spurð hvort hún teldi það fyrir neðan virðingu kennara, að afgreiða í ísbúð svaraði Þórhildur: „Já að vissu leyti, þá er það það.“

Sjá má þáttinn í heild sinni hér: 

 

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/22/kappraeduthattur_1_margt_ber_i_milli_thratt_fyrir_a/

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/22/kappraeduthattur_2_thurfa_allir_ad_gera_malamidlun/

Sjá má umræður álitsgjafa um þáttinn hér: 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/kosningar/223102/

 

Þættir