Fallandi persónuafsláttur ekki útfærður

INNLENT  | 23. september | 15:42 
Inga Sæland segist hafa ruglast í ríminu þegar hún sagði að persónuafsláttur myndi taka að falla við 600 þúsund króna heildarlaun í forystuviðtali Dagmála fyrr í mánuðnum.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa ruglast í ríminu þegar hún sagði að persónuafsláttur myndi taka að falla við 600 þúsund króna heildarlaun í forystuviðtali Dagmála fyrr í þessum mánuði. 

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/15/vill_nyja_nalgun_fjarmalakerfis/

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/kosningar/222868/

„Þetta er algjört stillingaratriði, hvenær og hvernig persónuafslátturinn fer að falla. Í rauninni getur það þess vegna verið við 650 þúsund, 720 þúsund krónur, 780 þúsund, 800 þúsund en allavega á hann að vera búinn áður en þú ert kominn í milljón krónur,“ útskýrði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. 

Inga mætti í síðari pallborðsumræður formanna stjórnmálaflokkanna í Dagmálum í vikunni ásamt Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, hjá Pírötum. 

Sjá má þáttinn í heild sinni hér: 

 

Útfært síðar 

„Þegar kemur að því að við erum komin með fullt fang af fólki sem ætlar að vinna með okkur þá munum við komast að mjög fallegri niðurstöðu,“ bætti hún svo við. 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/kosningar/223069/

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/22/kappraeduthattur_2_thurfa_allir_ad_gera_malamidlun/

Sjá má umræður álitsgjafa um þáttinn hér:

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/kosningar/223102/

 

 

Þættir