Risaslagur á laugardegi og grannaslagur á sunnudegi (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 24. september | 15:31 
Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fer af stað í hádeginu á laugardaginn. Tveir leikir fara þá fram á sama tíma, stórleikur Chelsea og Manchester City og athyglisverð viðureign Manchester United og Aston Villa.

Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fer af stað í hádeginu á laugardaginn. Tveir leikir fara þá fram á sama tíma, stórleikur Chelsea og Manchester City og athyglisverð viðureign Manchester United og Aston Villa.

Síðar á laugardeginum sækir Liverpool nýliða Brentford, sem hafa farið frábærlega af stað, heim.

Á sunnudeginum er svo komið að Norður-Lundúnaslagnum, Arsenal gegn Tottenham Hotspur.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, fer til hlítar yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir