Reif sig úr að ofan en markið dæmt af (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 25. september | 20:17 
Watford og Newcastle skiptu með sér stigunum er liðin mættust á heimavelli fyrrnefnda liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Watford og Newcastle skiptu með sér stigunum er liðin mættust á heimavelli fyrrnefnda liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Lokatölur eftir viðburðarríkan leik urðu 1:1. Sean Longstaff kom Newcastle yfir með glæsilegu marki í fyrri hálfleik og Ismaila Sarr jafnaði í seinni hálfleik og þar við sat.

Josh King hélt hann væri að tryggja Watford sigurinn í lokin og reif sig úr að ofan í fagnaðarlátunum. Markið var hinsvegar dæmt af.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir