Markið: Mexíkóska kraftaverkið

ÍÞRÓTTIR  | 26. september | 17:51 
Mexí­kóski knatt­spyrnumaður­inn Raúl Jimé­nez höfuðkúpubrotnaði í leik Wolves og Arsenal í október í fyrra. Eftir langa og stranga endurhæfingu er hann byrjaður að spila á ný og í dag skoraði hann sitt fyrsta mark eftir meiðslin erfiðu, sigurmarkið í 1:0-sigri Wolves gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Mexí­kóski knatt­spyrnumaður­inn Raúl Jimé­nez höfuðkúpubrotnaði í leik Wolves og Arsenal í október í fyrra. Eftir langa og stranga endurhæfingu er hann byrjaður að spila á ný og í dag skoraði hann sitt fyrsta mark eftir meiðslin erfiðu, sigurmarkið í 1:0-sigri Wolves gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Framherjinn hefur sjálfur sagt að það sé ekkert annað en kraftaverk að hann sé byrjaður að spila aftur, enda var hann talinn í lífshættu fyrst um sinn eftir höfuðhöggið alvarlega.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

Þættir