Það dregur enginn andann fyrir okkur

SMARTLAND  | 27. september | 9:33 
„Það er sennilega ekkert sem gefur eins mikla möguleika og andardráttur. Öndunin er eitt öflugasta verkfærið sem við höfum til að iðka núvitund. Við róum eða örvum andardráttinn í samræmi við það sem við erum að takast á við á hverjum tíma,“ segir Guðni.

Á þessum fyrsta degi áskoruninnar veitum við önduninni athygli.

„Það er sennilega ekkert sem gefur eins mikla möguleika og andardráttur. Öndunin er eitt öflugasta verkfærið sem við höfum til að iðka núvitund. Við róum eða örvum andardráttinn í samræmi við það sem við erum að takast á við á hverjum tíma,“ segir Guðni. 

Hann bendir á að það sé talið að manneskjan andi að meðaltali 24.000 sinnum á dag og að það dragi enginn andann fyrir okkur.

„Andardrátturinn er alltaf að og þessi andardráttur er núna. Ekkert er eins öflugt og að anda viljandi í vitund,“ segir Guðni. 

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins.

Þættir