Ótrúlegt hvað sumir þjálfarar komast upp með

ÍÞRÓTTIR  | 30. september | 11:27 
„Ég var löngu búinn að ákveða það, ef ég fengi tækifæri á því að vera í þessari stöðu, að gefa eitthvað aðeins af mér,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég var löngu búinn að ákveða það, ef ég fengi tækifæri á því að vera í þessari stöðu, að gefa eitthvað aðeins af mér,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arnar var ráðinn þjálfari Víkinga í október 2018 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í þrjátíu ár á nýliðnu keppnistímabili.

Þjálfarinn hefur, frá því hann tók við Víkingum, komið til dyranna eins og hann er klæddur og verið afar hreinskilinn í samskiptum sínum við fjölmiðlamenn.

„Það er vissulega erfitt, þegar þú ert nýbúinn að tapa leik sem dæmi, og einhver mætir og treður míkrafón í átt að andlitinu á þér,“ sagði Arnar.

„Það er leikurinn sem er númer eitt og við þurfum á stuðningsmönnum og umfjöllun fjölmiðla að halda. Það er mikil samkeppni þarna úti og ef fólk fær ekki áhuga á fótbolta þá er það bara handbolti eða körfubolti sem dæmi.

Þjálfarar mega ekki gleyma því að þeir eru hluti af þessari markaðskeðju sem fótboltinn er og þeir verða bara að gjöra svo vel og taka þátt í því,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir