Mótmæltu lögum um þungunarrof

ERLENT  | 3. október | 14:25 
Tugir þúsunda gengu til stuðnings réttinum til þungunarrofs víðs vegar um Bandaríkin í dag. Mótmælendur mótmæltu nýjum lögum í Texas sem þrengja möguleikann til þungunarrofs verulega.

Tugir þúsunda gengu til stuðnings réttinum til þungunarrofs víðs vegar um Bandaríkin í dag. Mótmælendur mótmæltu nýjum lögum í Texas sem þrengja möguleikann til þungunarrofs verulega, að því er segir á vef BBC.

Lögin, sem tóku gildi 1. september, banna þungunarrof eftir sex vikna þungun.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/09/01/engar_undantekningar_vegna_sifjaspella_eda_naudgana/

 

Mótmælendur í Washington gengu að byggingu Hæstaréttar. Á skiltum þeirra mátti lesa „Lögleiðið þungunarrof.“

Einhverjir mótmæltu mótmælagöngunni og kallaði einn „Blóð saklausra barna er á höndum ykkar“ en Washington Post greindi frá því að það hefði ekki tekið langan tíma að þagga niður í honum með söng og klappi. 

Réttur kvenna að hafa val

Ein kona sem tók þótt í mótmælagöngunni sagðist ganga til að styðja rétt kvenna til að hafa val. 

„Þó að ég hafi sem betur fer aldrei staðið frammi fyrir því vali, þá eru margar konur sem hafa staðið frammi fyrir því og stjórnvöld og karlar hafa ekkert að segja um valið þegar kemur að líkama okkar,“ sagði Robin Horn við Reuters fréttastofuna.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/09/20/framkvaemdi_thungunarrof_thratt_fyrir_bann/

 

Ríkisstjóri New York-ríkis, Kathy Hochul, var viðstödd mótmælin í New York. „Ég er þreytt á því að þurfa að berjast fyrir réttinum til þungunarrofs,“ sagði hún og bætti við: „Rétturinn er lögfestur og verður ekki tekinn frá okkur, ekki núna og ekki nokkurn tímann.“

Á næstu mánuðum mun Hæstiréttur Bandaríkjanna dæma í máli sem gæti verið í andstöðu við mál Roe gegn Wade, frá árinu 1979, en þá var þung­un­ar­rof talið leyfi­legt svo lengi sem fóstrið væri ekki lífvænlegt. Það er almennt ekki staðan fyrr en á tutt­ug­ustu og ann­arri viku meðgöngu.

Þættir