Sigurmarkið kom í blálokin (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 3. október | 16:16 
Nýliðar Brentford lögðu West Ham á útivelli í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar var mikil dramatík í lokin þegar sigurmarkið kom á fjórðu mínútu í uppbótartímanum.

Nýliðar Brentford lögðu West Ham á útivelli í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar var mikil dramatík í lokin þegar sigurmarkið kom á fjórðu mínútu í uppbótartímanum.

Yoane Wissa var þar á ferð og tryggði Brentford þrjú dýrmæt stig með 2:1 sigri. Áður hafði Bryan Mbeumo komið Brentford yfir og Jarrod Bowen jafnað fyrir West Ham.

Mörkin og helstu önnur atvik leiksins má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir