Eiður um markið hjá Salah: Eins og í tölvuleik

ÍÞRÓTTIR  | 3. október | 18:52 
Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu við Tómas Þór Þórðarson um markið magnaða sem Mohamed Salah skoraði fyrir Liverpool gegn Manchester City í dag, í þættinum Völlurinn á Símanum Sport.

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu við Tómas Þór Þórðarson um markið magnaða sem Mohamed Salah skoraði fyrir Liverpool gegn Manchester City í dag, í þættinum Völlurinn á Símanum Sport.

„Við töluðum um sprengju áðan þegar Salah fór upp kantinn og lagði upp markið fyrir Mané en þetta var eins og í tölvuleik," og líkti tilþrifunum við frægt myndskeið af barnungum Lionel Messi að leika sér að andstæðingum sínum.

Margrét Lára sagði að Salah sýndi stöðugt meiri og meiri gæði og það væri stórkostlegt að fylgjast með honum.

Umræðurnar og markið magnaða má sjá í myndskeiðinu en leikur Liverpool og Manchester City endaði 2:2.

Þættir