Átti Milner að fá rauða spjaldið?

ÍÞRÓTTIR  | 3. október | 19:30 
Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City gekk nánast af göflunum á hliðarlínunni þegar James Milner fékk ekki sitt annað gula spjald í leiknum við Liverpool á Anfield í dag.

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City gekk nánast af göflunum á hliðarlínunni þegar James Milner fékk ekki sitt annað gula spjald í leiknum við Liverpool á Anfield í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu atvikið í Vellinum á Símanum Sport í kvöld og voru ekki jafn afdráttarlaus í afstöðu og Guardiola.

Eiður kvaðst alltaf hafa samúð með leikmönnum sem væru settir í stöðu sem þeir væru ekki vanir að spila en Milner leysti Trent Alexander-Arnold af hólmi í dag sem hægri bakvörður hjá Liverpool og átti erfiðan dag í vinnunni.

Atvikið og umræðurnar má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir