Robertson við Bjarna: Svekkjandi að missa niður forskot

ÍÞRÓTTIR  | 3. október | 20:54 
„Ég held jafntefli séu sanngjörn úrslit,“ sagði Andrew Robertson, leikmaður Liverpool, í samtali við Bjarna Þór Viðarsson á Símanum sport eftir 2:2-jafntefli við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í kvöld.

„Ég held jafntefli séu sanngjörn úrslit,“ sagði Andrew Robertson, leikmaður Liverpool, í samtali við Bjarna Þór Viðarsson á Símanum sport eftir 2:2-jafntefli við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í kvöld.

„Þeir voru betri í fyrri hálfleik og við vorum ógnandi í seinni hálfleik. Það er samt svekkjandi að missa niður forskot í tvígang,“ bætti sá skoski við.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir