Raketta í rassgatið í faraldrinum

INNLENT  | 7. október | 13:27 
Daníel Óliver er að hasla sér völl í tónlist en hann er poppari af lífi og sál.

Daníel Óliver er að hasla sér völl í tónlist en hann er poppari af lífi og sál. Hann hefur nýlega gefið út þrjú popplög sem gengið hafa vel. Von er á plötu á næsta ári. 

„Ég veit ekki hvaða raketta fór í rassgatið á mér í Covid, en það setti í gang að klára hluti sem ég hef alltaf ætlað mér að gera,“ segir Daníel sem fór að semja og gefa út popplög.

„Fyrsta lagið gekk vel og fór í tíunda sæti á vinsældalista hjá Rás2 og sat þar í fimm vikur,“ segir hann.  

„Þetta er smá popp, smá „eighties“, smá diskó, smá popp, smá píkupopp. Blanda af öll sem mér finnst skemmtilegast í tónlist.“

Daníel Óliver er gestur Ásdísar Ásgeirsdóttur í Dagmálum. Þáttinn í heild má nálgast hér. 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/daegurmal/223579/

Þættir