Súpufélagið í útrás

INNLENT  | 7. október | 13:33 
Daníel Óliver, tónlistarmaður og veitingamaður, rekur Súpufélagið í Vík í Mýrdal. Hann mun opna nýjan stað í Stokkhólmi innan skamms.

Daníel Óliver, tónlistarmaður og veitingamaður, rekur Súpufélagið í Vík í Mýrdal. Hann mun opna nýjan stað í Stokkhólmi innan skamms. 

Daníel Óliver situr ekki auðum höndum. Hann hefur nýlega gefið út þrjú lög og von er á plötu með vorinu, hann er að byggja sér hús, og nú á næstunni mun hann opna súpuveitingastað í Stokkhólmi. 

„Það hefur gengið vel hér og þá kom sú hugmynd að opna þar líka. En við byrjum mjög smátt,“ segir Daníel Óliver.

„Hann heitir Soup Company,“ segir Daníel en fyrirhugað er að opna núna 20. október. 

Daníel Óliver er gestur Ásdísar Ásgeirsdóttur í Dagmálum. Þættinn í heild má sjá hér. 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/daegurmal/223579/

Þættir