Kynntumst í gegnum Royal Roger

INNLENT  | 7. október | 13:39 
Tónlistarmaðurinn og súpukokkurinn Daníel Óliver hitti ástina sína í Stokkhólmi fyrir tíu árum. Það var blaðamaður sem skrifar um kóngafólkið sem plataði þá báða, en úr varð fínasta samband.

Tónlistarmaðurinn og súpukokkurinn Daníel Óliver hitti ástina sína í Stokkhólmi fyrir tíu árum. Það var blaðamaður sem skrifar um kóngafólkið sem plataði þá báða, en úr varð fínasta samband. 

Daníel flutti til Stokkhólms þegar hann var um 25 ára til að reyna fyrir sér í tónlist. Þar fékk hann umboðsmann og spilaði víða á hátíðum. Það var svo dag einn að blaðamaður konungsfjölskyldunnar sænsku sagði Daníel að hann þekkti strák sem hefði sagt sér að honum litist vel á hann. Það kom svo í ljós tveimur árum síðar að hann hafði sagt það sama við hinn sænska Daniel. 

„Roger er talsmaður konungsfjöldskyldunnar og er kallaður Royal Roger. Hann segir mér að það sé strákur sem sé rosa spenntur fyrir mér, og hann heitir reyndar Daniel eins og þú,“ segir Daníel sem fór þá á Facebook og lækaði mynd. 

„Hann var að rugla aðeins í okkur. En það gekk svona glimrandi vel því við erum búnir að vera saman í tíu ár eftir nokkra mánuði,“ segir Daníel Óliver sem hefur nýlega sent frá sér þrjú lög. Plata hans er væntanleg með vorinu. 

Daníel Óliver var gestur Ásdísar Ásgeirsdóttur í Dagmálum en þáttinn í heild má nálgast hér. 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/daegurmal/223579/

 

Þættir