„Aðförin að KSÍ er hluti af pólitík“

INNLENT  | 8. október | 10:22 
Brynjar Níelsson harmar þá stöðu sem íslenskt samfélag sé komið í. Hann segir umburðarlyndið vera að hverfa og fjölmiðlar hampi gjarnan fólki sem er með ofstækið eitt að vopni til koma höggi á einstaklinga og stofnanir.

Brynjar Níelsson harmar þá stöðu sem íslenskt samfélag sé komið í. Hann segir umburðarlyndið vera að hverfa og fjölmiðlar hampi gjarnan fólki sem er með ofstækið eitt að vopni til koma höggi á einstaklinga og stofnanir. 

Oft eigi þetta við um gömul mál, jafnvel áratugagömul, þar sem fólk er sakað um hegðun sem í dag þykir röng og refsingar er krafist. 

Hann segir þetta hluta af pólitík sem hópar sem kenna sig við öfgar eða feminisma hafi stundað um langa hríð og nefnir sem dæmi að þessi öfl hafi jagast í KSÍ árum saman.

Brynjar Níelsson er gestur Dagmála í dag. Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins og mbl.is.

Þættir