Ástralar flykktust í matvöruverslanir við afléttingu

ERLENT  | 11. október | 9:45 
Útgöngubann sem staðið hefur í 107 daga í Sydney í Ástralíu var aflétta að miðnætti. Á meðan útgöngubanninu stóð, var ekki leyfilegt að gera sér hefðbundna ferð í matvöruverslanir og var einungis leyfilegt að yfirgefa heimili sín fyrir nauðsynjavöru.

Útgöngubann sem staðið hefur í 107 daga í Sydney í Ástralíu var aflétt á miðnætti. Á meðan útgöngubanninu stóð, var ekki leyfilegt að gera sér hefðbundna ferð í matvöruverslanir og var einungis leyfilegt að yfirgefa heimili sín fyrir nauðsynjavöru. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/21/hundrud_motmaelenda_handtekin_i_astraliu/

Langar biðraðir fyrir utan matvöruverslanir höfðu myndast þegar aflétting bannsins tók gildi að miðnætti. Ástralar héldu sömuleiðis margir á krár borgarinnar og morguninn eftir héldu margir í klippingu eða rakstur, heilsurækt og margt fleira sem hafði verið bannað í rúma þrjá mánuði. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/06/veirufriir_dagar_astrala_mogulega_taldir/

Sjá má myndskeið fréttastofu BBC um afléttingarnar hér: 

 

Fram kemur í umfjöllun BBC að helst takmarkanir gildi enn fyrir óbólusetta einstaklinga. 

Þættir