Talningarmálið til Strassborgar

INNLENT  | 13. október | 14:04 
Talningamál í Norðvesturkjördæmi munu óhjákvæmilega rata til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strassborg, óháð niðurstöðu Alþingis. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Sama hvernig talningamálum í Norðvesturkjördæmi reiðir af í meðförum Alþingis munu þau rata til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strassborg. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hún lætur í ljós í Dagmálum Morgublaðsins í dag.

Hún segir að hér ræði um kreppu, sem ekki verði leyst innan lands. Bæði frambjóðendur og kjósendur telji að þeir hafi rétt að sækja, alveg óháð niðurstöðu kjörbréfanefndar Alþingis, hvort sem talning verði látin standa, uppkosning verði látin fara fram eða hvað.

Helga Vala er gestur í Dagmálum í dag ásamt Hildi Sverrisdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þar var stjórnarmyndun og æðsta stjórn ríkisins efst á baugi. Þátturinn er opinn öllum áskrifendum, en horfa má á hann allan með því að smella hér.

Þættir