Mörkin: Lacazette jafnaði í uppbótartíma

ÍÞRÓTTIR  | 18. október | 22:43 
Alexandre Lacazette reyndist hetja Arsenal þegar hann kom inn á sem varamaður og jafnaði metin í 2:2 á fimmtu mínútu uppbótartíma gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alexandre Lacazette reyndist hetja Arsenal þegar hann kom inn á sem varamaður og jafnaði metin í 2:2 á fimmtu mínútu uppbótartíma gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Skyttunum yfir snemma leiks áður en Christian Benteke jafnaði metin snemma í síðari hálfleik.

Eftir að Odsonne Édouard kom gestunum í Palace yfir á 73. mínútu virtist stefna í frækinn útisigur áður en Lacazette spillti gleðinni.

Mörkin fjögur úr fjörugum leik kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir