Of langur tími í viðræður

INNLENT  | 20. október | 16:24 
Stjórnarflokkarnir hafa tekið sér full rúman tíma til þess að ræða um endurnýjað stjórnarsamstarf. Um það erutveir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu sammála. Á meðan sitji þingið auðum höndum og tími fari til spillis. Hins vegar séu litlar líkur á öðru en að um semjist.

Stjórnarflokkarnir hafa tekið sér full rúman tíma til þess að ræða um endurnýjað stjórnarsamstarf. Um það erutveir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu sammála. Á meðan sitji þingið auðum höndum og tími fari til spillis. Hins vegar séu litlar líkur á öðru en að um semjist.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í Dagmálum Morgunblaðsins, að þetta sé orðinn nokkuð langur tími, sem farið hafi í viðræður formanna stjórnarflokkanna, og kveðst hafa gert grein fyrir þeirri skoðun í þingflokki sínum.

„Ég tel að við hljótum að vera að koma að þeim tímamótum að ákvörðun sé tekin um að setjast níður við að skrifa og halda áfram, eða þá að menn hafa rekið í vörðurnar í þessu og lengra verður ekki komið.“

Jón tekur fram að hann hafi ekki heyrt annað en bjartsýni á að stjórnarflokkarnir nái saman og ber Bjarna Benediktssyni, formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir því. Til þess hafi formennirnir fengið rúmt svigrúm, en tíminn líði.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, tekur undir þetta. Hann segir að eftir svo langa viðræður væri nánast óábyrgt af stjórnarflokkunum að ná ekki saman.

Dagmál Morgunblaðsins er streymi, sem opið er ölum áskrifendum. Horfa má á þáttinn allan með því að smella hér.

Þættir