Samhentari stjórnarandstaða

INNLENT  | 20. október | 16:33 
Meiri líkur eru til þess að stjórnarandstaðan verði samhentari og öflugri á því kjörtímabili, sem nú er að hefjast. Það telur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, en því samhengi segir hann skipta máli að Miðflokkurinn er ekki lengur stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.

Meiri líkur eru til þess að stjórnarandstaðan verði samhentari og öflugri á því kjörtímabili, sem nú er að hefjast. Það telur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, en því samhengi segir hann skipta máli að Miðflokkurinn er ekki lengur stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.

Andrés Ingi og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, voru gestir í Dagmálum Morgunblaðsins, streymi á netinu, sem opið er öllum áskrifendur.

Andrés Ingi segir að stjórnarandstöðuþingmenn séu þegar farnir að skrafa saman um komandi kjörtímabil. Aðspurður um hvort nánara samstarf kæmi til greina, kosningabandalög eða sameining vinstri manna, segir hann alls kyns kosti koma til greina, en minnir á að Píratar hafi fremur lagt áherslu á að með tilteknum flokkum myndu þeir ekki vinna.

Jón sagðist ekki átta sig á því með hverjum Píratar gætu unnið. Þeir hefðu gert það að úrslitaatriði að stjórnarskrártillögur stjórnlagaræáðs yrðu lagðar til grundvallar nýrrar stjórnarskrár, en á það gætu fáir aðrir fallist.

Horfa má á þáttinn allan með því að smella hér.

Þættir