Eldgos í japanska fjallinu Aso

ERLENT  | 21. október | 15:40 
Eldgos er hafið í japanska eldfjallinu Aso með tilheyrandi öskuskýi sem nær þúsundir metra upp í loftið. Engar fregnir hafa borist af meiðslum fólks en fjallið er staðsett í suðvesturhluta Japans. Lögreglan kannar hvort göngufólk hafi verið á ferðinni á fjallinu.

Eldgos er hafið í japanska eldfjallinu Aso með tilheyrandi öskuskýi sem nær þúsundir metra upp í loftið.

Engar fregnir hafa borist af meiðslum fólks en fjallið er staðsett í suðvesturhluta Japans.

Lögreglan kannar hvort göngufólk hafi verið á ferðinni á fjallinu og hefur almenningur verið varaður við því að vera nálægt því. 

Almannavarnastig á svæðinu hefur verið hækkað í 3 af 5 mögulegum.

Lítið eldgos varð í Aso árið 2019. Mannskæðasta eldgos Japans í næstum 90 ár varð aftur á móti árið 2014 þegar fjallið Ontake gaus með þeim afleiðingum að 63 fórust.

enn á eftir

Aso er 1.592 metra hátt og vinsæll ferðamannastaður.  

 

 

Þættir