„Við áttum frábæran leik“

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 18:23 
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool var sáttur eftir frábæran 5:0 sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool var sáttur eftir frábæran 5:0 sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hann kom í viðtal hjá Bjarna Þór Viðarssyni á Síminn Sport eftir leik.

https://www.mbl.is/sport/enski/2021/10/24/united_nidurlaegdir_af_erkifjendunum/

Virgil var sáttur við spilamennsku síns liðs og hrósaði Mohamed Salah.

„Við spiluðum flottan leik frá upphafi til enda, héldum boltanum vel og sóttum hratt. Við vorum vel skipulagðir og skoruðum góð mörk.“

„Salah er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er í frábæru formi en hann hefur verið að gera þetta fyrir okkur undanfarin ár líka. Vinnuframlagið hans er til fyrirmyndar og mörkin sem hann skorar eru auðvitað ómetanleg.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Leikur Manchester United og Liverpool var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir