Þarf ekki mikið til svo árangurinn gangi til baka

ÍÞRÓTTIR  | 11. nóvember | 10:49 
„Markmiðið mitt núna er fyrst og fremst að halda sér í kjörþyngd,“ sagði Sævar Baldur Lúðvíksson, nýkrýndur Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Markmiðið mitt núna er fyrst og fremst að halda sér í kjörþyngd,“ sagði Sævar Baldur Lúðvíksson, nýkrýndur Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sævar, sem er 31 árs gamall, varð tvöfaldur Norðurlandameistari í Espo í Finnlandi á dögunum en hann var 167 kílógrömm fyrir einu og hálfu ári síðan.

Hann lagði mikið á sig til þess að komast aftur í kjörþyngd en hann hætti keppni í skylmingum í tíu ár vegna yfirþyngdar.

„Það þarf ekki mikið til þess að árangur minn gangi til baka og ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði Sævar.

„Ég verð 32 ára gamall á næsta ári og ég er ekki að yngjast. Ég veit ekki hvað ég á mörg ár eftir í skylmingum en mig langar að fara á sterkari mót í framtíðinni eins og til dæmis Evrópumót í skylmingum,“ sagði Sævar meðal annars. 

Viðtalið við Sævar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir