Japönsk prinsessa flutt til New York

ERLENT  | 14. nóvember | 14:56 
Mako, fyrrverandi prins­essa af Jap­an og barna­barn Aki­hitos keis­ara, er flutt frá heimalandinu og til New York þar sem hún hyggst búa með eiginmanni sínum.

Mako, fyrrverandi prins­essa af Jap­an og barna­barn Aki­hitos keis­ara, er flutt frá heimalandinu og til New York þar sem hún hyggst búa með eiginmanni sínum Kei Komuro.

Mako yfirgaf Japan í morgun en mikið fjölmiðlafár ríkti á Hanedo-flugvellinum í Tókýó. Parið svaraði engum fjölmiðlum en ríflega 100 fréttamenn voru á vellinum.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/26/japanska_prinsessan_loksins_gengin_ut/

Giftist almúgamanni

Mako afsalaði sér konunglega titlinum eftir að hafa gifst „almúgamanninum“ Komuro sem hún kynntist í háskólanámi. Komuru vinnur á lögfræðistofu í New York en Mako ætlar að leita sér að vinnu þar í borg.

Slúðurblöð hafa mikið fjallað um samband þeirra Mako og Komuros og því meðal annars verið líkt við hjónaband þeirra Meghan Markle og Harrys Bretaprins sem yfirgáfu bresku konungsfjölskylduna. 

 

Þættir