Gæti haldið áfram næstu árin

ERLENT  | 17. nóvember | 10:27 
Pólsk yfirvöld hafa varað við því að ástandið á landamærunum að Hvíta-Rússlandi gæti haldið áfram næstu mánuði og jafnvel ár. Í gær beittu pólskar hersveitir táragasi og háþrýstidælum til að koma í veg fyrir að flóttamenn köstuðu grjóti í átt þeim.

Pólsk yfirvöld hafa varað við því að ástandið á landamærunum að Hvíta-Rússlandi gæti haldið áfram næstu mánuði og jafnvel ár. Í gær beittu pólskar hersveitir táragasi og háþrýstidælum til að koma í veg fyrir að flóttamenn köstuðu grjóti í átt þeim.

Táragasi

Pólski varnarmálaráðherrann Mariusz Blaszczak sagði að fólk hafi áfram reynt að komast yfir landamærin í nótt.

Þúsundir flóttamanna, mestmegnis frá Mið-Austurlöndum, eru staðsettir á landamærunum. Vesturlönd segja Hvít-Rússa hafa skapað ástandið til að mótmæla refsiaðgerðum sem þeir hafa verið beittir.

 

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hafa vísað þessum ásökunum og bug. Þeir gagnrýna Evrópusambandið fyrir að taka ekki við flóttamönnunum.

ástandið 

„Við verðum að búa okkur undir það að ástandið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands muni ekki leysast fljótt. Við verðum að gera ráð fyrir mánuðum eða jafnvel árum,“ sagði Blaszczak við pólsku útvarpsstöðina Radio Jedynka.

Að sögn landamæravarða reyndi 161 að fara ólöglega yfir landamærin í gær. Pólska lögreglan segir að níu lögreglumenn hafi meiðst í átökum í gær, ásamt landamæraverði og hermanni.

Þættir