„Það var svo mikil orka og stemning í salnum“

ÍÞRÓTTIR  | 18. nóvember | 14:01 
Bræðurnir Heiðar Flóvent, einnig þekktur sem „Midgard“ og Daði Freyr, einnig þekktur sem „Tirelith“ fóru á stórmeistaramótið PGL Major í Stokkhólmi en þar var keppt í fyrstu persónu skotleiknum Counter-Strike.

Bræðurnir Heiðar Flóvent, einnig þekktur sem „Midgard“ og Daði Freyr, einnig þekktur sem „Tirelith“ fóru á stórmeistaramótið PGL Major í Stokkhólmi en þar var keppt í fyrstu persónu skotleiknum Counter-Strike.

Met slegið í Stokkhólmi

Áhorfsmet var slegið á þessu móti en þegar sem hæst lét voru um 2,74 milljónir áhorfendur að fylgjast með í gegnum internetið en það nemur meir en tvöföldu fyrra áhorfsmeti í þessum leik. Áhorfendur voru einnig leyfðir í sal og var stemningin þar gífurlega mikil enda hefur verið lítið um áhorfendur í sal á mótum sem slíkum eftir að faraldurinn skall á.

Bræðurnir Heiðar og Daði eru báðir miklir tölvuleikjaunnendur og hefur Heiðar skipað sér sess í íslenskri tölvuleikjasenu en hann spilar Counter-Strike í Vodafone-deildinni með rafíþróttaliðinu Dusty og er jafnframt talinn einn besti leikmaður Íslendinga í þeim leik.

 

 

Sváfu fjórum kílómterum frá

Mótið fór fram í Avicii höllinni og gistu þeir bræður á hóteli sem var um fjórum kílómetrum frá henni og voru þeir þá ekki nema um fimmtán mínútur að keyra á milli staða.

„Hótelið var fínt, við vorum samt ekkert mikið þar nema til að sofa og svo drekka smá bjór eftir að við komum heim á kvöldin, eða ég að fá mér bjór haha,“ segir Daði Freyr í samtali við mbl.is en hugur þeirra bræðra var við fátt annað en stórmótið. 

„Þetta var fyrsta skiptið mitt og upplifunin var rosaleg, það var svo mikil orka og stemning í salnum,“ segir Heiðar.

Hér að neðan er myndband úr salnum þegar NAVI sigraði.

 

 

 

Sigraði báðar keppnirnar

Heiðar tók þátt í tveimur smákeppnum sem rafíþróttaliðið G2 stóð fyrir yfir mótið og gekk önnur út á það hver væri með besta miðið og hin var einvígskeppni (1v1). Sjá myndband efst í fréttinni.

Eins og flestum er kunnugt eru Íslendingar framarlega í mörgu sem þeir taka sér fyrir hendur og tókst Heiðari að sigra báðar keppnirnar. Fékk hann að verðlaunum G2 Secret Lab stól en þeir stólar eru taldir hágæða stólar.

Caidan algjör meistari

Strákarnir höfðu hitt rafíþróttamanninn Cadian á flugvellinum en Caidan spilar með liðinu Heroic og lenti í 3.-4. sæti á mótinu.

„Caidan er svona legend í CS heiminum. Búinn að vera í alveg 10 ár og allavega svona 6-7 ár sem svona stór player,“ segir Daði og áttu þeir bræður gott samtal við hann.

„Algjör meistari þessi maður.“

Voru bræðurnir báðir mjög sáttir með ferðalagið og vilja gjarnan fara aftur.

 

Þættir