Jóhann spilaði í markaveislu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. nóvember | 18:23 
Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn 150. leik í öllum keppnum með Burnley er liðið gerði 3:3-jafntefli við Crystal Palace á heimavelli í afar fjörlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn 150. leik í öllum keppnum með Burnley er liðið gerði 3:3-jafntefli við Crystal Palace á heimavelli í afar fjörlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Jóhann Berg og félagar lentu tvisvar undir í stöðunum 1:0 og 3:2 en tókst í bæði skiptin að jafna og komast yfir í 2:1. Að lokum skiptu liðin hinsvegar með sér stigunum. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir