Liverpool keyrði yfir Arsenal (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. nóvember | 19:54 
Liverpool var ekki í miklum vandræðum með að vinna 4:0-heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liverpool var ekki í miklum vandræðum með að vinna 4:0-heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liverpool var betra liðið allan leikinn og var sigurinn síst of stór. Sadio Mané skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og þeir Diogo Jota, Mo Salah og Takumi Minamino bættu við mörkum í seinni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir