Tilþrifin: Fyrsta mark Reguilón reyndist sigurmark

ÍÞRÓTTIR  | 21. nóvember | 19:20 
Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilón var hetja Tottenham Hotspur þegar liðið bar sigurorð af Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurmark hans í 2:1 sigri var hans fyrsta fyrir félagið.

Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilón var hetja Tottenham Hotspur þegar liðið bar sigurorð af Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurmark hans í 2:1 sigri var hans fyrsta fyrir félagið.

Leeds komst verðskuldað yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Tottenham var hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleikinn. Pierre-Emile Höjbjerg jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik eftir góðan undirbúning Reguilón og Lucas Moura.

Reguilón skoraði  svo sigurmarkið á 69. mínútu þegar hann fylgdi á eftir aukaspyrnu Eric Dier sem hafði farið af varnarveggnum og þaðan í stöngina.

Öll þrjú mörkin ásamt helstu færunum úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir