Það dugði ekki að eiga nóg af kókaíni

INNLENT  | 23. nóvember | 9:08 
Baldur Freyr höfundur bókarinnar Úr heljargreipum lýsir því hvernig hann stefndi árum saman að því markmiði að eiga nóg af öllu. Hvort sem það var dóp, peningar eða annað. Hann kynntist manni á Litla–Hrauni sem hafði góð sambönd og þeir hófu samstarf.

Baldur Freyr Einarsson höfundur bókarinnar Úr heljargreipum lýsir því hvernig hann stefndi árum saman að því markmiði að eiga nóg af öllu. Hvort sem það var dóp, peningar eða annað. Hann kynntist manni á Litla–Hrauni sem hafði góð sambönd og þeir hófu samstarf. 

Þeir félagar urðu stórtækir í fíkniefnaheiminum og fluttu inn mikið magn af eiturlyfjum. Baldur segir að eins undarlega og það hljómar þá gaf þessi staða honum ekki þá fullnægju sem hann sóttist eftir. Þegar nóg var til af öllu skorti „verðlaunin“ eins og Baldur orðar það. 

Saga Baldurs er hreint út sagt mögnuð. Hann komst út úr heimi fíkniefnanna og hefur helgað líf sitt að forða öðrum frá þeim heimi sem hann bjó í um árabil.

Mikill áhugi er á sögu Baldurs fyrir utan landsteinana og hafa erlend bókaforlög spurst fyrir um Úr heljargreipum. Viðræður standa yfir um kvikmynd sem mun byggja á bókinni.

Baldur Freyr er gestur Dagmála í dag. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa.

Dagmálsþáttur

Þættir