Björguðu kafnandi hrefnu á Vestfjörðum

200  | 24. nóvember | 18:11 
Hrefnu rak á land við bæinn Hellu í Steingrímsfirði rétt fyrir innan Drangsnes á Vestfjörðum. Björgunarsveitin á Drangsnesi, Björg, aðstoðaði við björgunina og gekk hún vel fyrir sig.

Hrefnu rak á land við bæinn Hellu í Steingrímsfirði rétt fyrir innan Drangsnes á Vestfjörðum.

Björgunarsveitin á Drangsnesi, Björg, aðstoðaði við björgunina og gekk hún vel fyrir sig. 

Ekki fyrsti hvalrekinn við Hellu

„Þetta var svona eins og hálfs til tveggja tonna hrefna. Við vorum fimm og ýttum henni út úr víkinni. Þetta tók um klukkutíma þar sem hún var alveg uppi á landi.

Hún var við það að kafna í byrjun en svo sáum við, þegar hún var komin út í, að það var allt í lagi með hana. Hún var pínu rispuð en það var ekkert alvarlegt,“ segir Ásbjörn Ingi Magnússon, meðlimur Bjargar, í samtali við mbl.is.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hval rekur við bæinn Hellu. Ásbjörn Ingi segir að fyrir sex árum hafi hval rekið á nákvæmlega sama stað.

Þættir