Vil ekki að fólk lendi á sömu veggjum og ég

ÍÞRÓTTIR  | 26. nóvember | 9:39 
„Ég lít alls ekki á mig á einhverja fyrirmynd sem er kannski bara fínt,“ sagði Arna Sigríður Albertsdóttir, hjólreiðakona ársins 2021 og Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég lít alls ekki á mig á einhverja fyrirmynd sem er kannski bara fínt,“ sagði Arna Sigríður Albertsdóttir, hjólreiðakona ársins 2021 og Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arna Sigríður, sem er 31 árs gömul, lamaðist fyrir neðan brjóstkassa í skíðaslysi í Geilo í Noregi árið 2016.

Hún hefur verið dugleg að koma fram í fjölmiðlum og tala um sínar áskoranir en hún er í dag fremsta handahjólreiðakona landsins.

„Ég hef verið að fara í fjölmiðla til að benda fólki á það að það er allt hægt í þessu,“ sagði Arna Sigríður.

„Mér finnst ótrúlega gaman að geta hjálpað öðrum og þó ég viti kannski ekki allt er er gott a geta stytt fólki skrefin svo það lendi ekki á öllum veggjunum sem ég hef lent á,“ sagði Arna Sigríður.  

Viðtalið við Örnu Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir