Vinnumarkaðsmál ofarlega á dagskrá

INNLENT  | 1. desember | 15:47 
Nýi stjórnarsáttmálinn snýst í grunninn um miklar áskoranir, en þar eru efnahagsmál og ríkisfjármál efst á blaði, enda eru þau brýnust og standa næst okkur í tíma. Vinnumarkaðsmál eru jafnfram ofarlega á dagskrá og þar þurfa ríkisvaldið og aðilar vinnumarkaðrins að halda vel á spöðunum.

Nýi stjórnarsáttmálinn snýst í grunninn um miklar áskoranir, en þar eru efnahagsmál og ríkisfjármál efst á blaði, enda eru þau brýnust og standa næst okkur í tíma. Vinnumarkaðsmál eru jafnfram ofarlega á dagskrá og þar þurfa ríkisvaldið og aðilar vinnumarkaðrins að halda vel á spöðunum. 

Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra í Dagmálum í dag, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum. Þáttinn allan má nálgast með því að smella hér.

Ýmsir kjarasamningar fram undan

Katrín bendir á að sumt af þessu séu flókin úrlausnarefni þar sem hagsmunir allra fari saman. Hún nefnir t.d. áhrif tæknibreytinga á vinnumarkað, hvernig kjör vinnandi fólks verði tryggð í hark-hagkerfinu og svo framvegis. „Þessar breytingar gerast hratt,“ segir hún.

„Ég held að það sé mikil áhugi á því hjá aðilum vinnumarkaðarins, t.d. að horfa á hvernig megi nýta framhaldsfræðslukerfið til þess að efla fólkið í landinu til þess að takast á við ný verkefni.“

Fram undan eru ýmsir kjarasamningar og stutt í fyrirsjáanlegar vinnudeilur sjómanna, svo dæmi sé tekið. Katrín segir ekki neitt nýtt að aðilar vinnumarkaparins deili, en þeir verði að gera sitt ýtrasta til þess að ná samningum. Hún vill ekki svara því beint hvort til greina geti komið að setja lög á sjómannaverkfall, en telur að til þurfi að koma sérstök og afar rík sjónarmið til þess að slíkt komi til skoðunar.

Þættir