Vildi að pabbi hefði lifað aðeins lengur

ÍÞRÓTTIR  | 2. desember | 15:06 
„Ég hugsaði aldrei um að sleppa Ólympíuleikunum heldur sá ég það meira fyrir mér að ég væri þarna til þess að keppa fyrir pabba,“ sagði Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég hugsaði aldrei um að sleppa Ólympíuleikunum heldur sá ég það meira fyrir mér að ég væri þarna til þess að keppa fyrir pabba,“ sagði Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Anton Sveinn, sem er 27 ára gamall, hefur verið fremsti sundmaður landsins undanfarin ár en hann missti föður sinn í desember 2020.

Föðurmissirinn hafði mikil áhrif á bæði undirbúning og frammistöðu Antons Sveins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og af því leiddi að honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar á leikunum.

„Ég sá það fyrir mér að hann væri að horfa á mig keppa að himnum ofan en auðvitað hefði ég viljað að hann hefði lifað aðeins lengur til þess að sjá mig keppa á leikunum,“ sagði Anton.

„Þetta var kannski farið að snúast aðeins of mikið um það að ég væri að keppa þarna fyrir hann sem var auðvitað fallegt og allt það.

Á sama tíma er þetta ekki beint rétta leiðin til þess að stíla inn á einhvern árangur heldur,“ sagði Anton Sveinn meðal annars.

Viðtalið við Anton Svein í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir