Schmeichel: Aldrei séð svona stemningu á Old Trafford

ÍÞRÓTTIR  | 2. desember | 20:22 
Peter Schmeichel, markvörður Manchester United til margra ára, ræddi við þá Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson frá Símanum Sport á Old Trafford fyrir leik Manchester United og Arsenal sem er nú nýhafinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Peter Schmeichel, markvörður Manchester United til margra ára, ræddi við þá Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson frá Símanum Sport á Old Trafford fyrir leik Manchester United og Arsenal sem er nú nýhafinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hann var spurður út í þá ákvörðun Manchester United að ráða Ralf Rangnick til aðeins  sex mánaða. Daninn svaraði því til að því yrði að taka með fyrirvara. „Hvað gerist ef hann vinnur alla leiki? Þá verða menn að ráða hann til lengri tíma," sagði Schmeichel.

Hann sagði að sér þætti mjög leitt að sjá Ole Gunnar Solskjær hverfa á braut frá félaginu. „En þannig er fótboltinn og við verðum að halda áfram."

Schmeichel benti síðan upp í stúku og vakti athygli á því hve gríðarleg stemning væri meðal áhorfenda á Old Trafford. „Ég hef aldrei heyrt þá syngja svona hátt 20 mínútum fyrir leik. Old Trafford getur verið hljóðlátasti staður í heimi en hér er eitthvað að gerast. Vonandi skilar þetta sér til leikmannanna í dag," sagði Schmeichel.

Spjall þeirra Tómasar og Bjarna við Schmeichel í heild sinni er í myndskeiðinu.

Þættir